Confetti Klúbburinn - Mánaðarleg Póstkorta Áskrift
Hæ elsku þú! 💖
Confetti klúbburinn minn er mánaðarleg póstkortaáskrift. Smá gleði. Smá hlýja. Smá ljós. Bara frá mér til þín, með ást og þakklæti 💖
![]() |
![]() |
![]() |
Í heimi þar sem allt er hraðara, hærra og meira, langar mig að bjóða þér eitthvað sem er hægara, mjúkara og alvöru. Ekki bara enn eitt flott reel eða falleg færsla sem hverfur í næsta skroll, heldur lítil kveðja sem endar í póstkassanum þínum og má eiga sitt augnablik ✨️
Takk fyrir að styðja litla drauminn minn. Ef þú vilt vera áskrifandi þá er skráningin neðst á síðunni 💖
Þegar þú smellir á skráningarhnappinn neðst á síðunni ferðu á örugga áskriftarsíðu þar sem þú klárar skráningu og greiðslu. Eftir greiðslu kemurðu aftur hingað og getur klárað að panta aðrar vörur eins og venjulega.
Skráningarfrestur er 25. hvers mánaðar ✨️
Skráir þú þig fyrir 25. færðu næsta kort sent í byrjun næsta mánaðar.
Skráir þú þig eftir 25. þá byrjar áskriftin í næsta mánuði á eftir, því ég legg mikla ást og umhyggju í hvert kort 💖 ✨️
Ég er ennþá að þróa þetta svo hver sending verði vandaðari og skemmtilegri með tímanum ✨️




